Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Lýsir ofbeldi starfsfólks á Kleppi: „Það var ekki fylgt neinum reglum eða viðmiðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dæmi er um að starfsfólki sem og sjúklingum á Kleppspítala, öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans, hafi verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi. Auk þess hafa sjúklingar verið lokaðir inni á herbergjum sínum svo vikum og mánuðum skiptir, en þetta fullyrðir Gyða Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur í samtali við RÚV í gær. Hún er fyrrum starfsmaður á Kleppspítala og kveðst hafa séð þessa framkomu ítrekað að hálfu starfsfólks.

„Maður var vitni að ýmsu og svo fékk maður þetta frá starfsfólkinu. Það var ekki fylgt neinum reglum eða viðmiðum sem siðareglur hjúkrunarfræðinga vísa til,“ segir Gyða.

Í Kastljósi í gærkvöld var rætt við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, sem segir að meðferðarkúltúr í geðlæknisfræðum virðist byggja á því að sýna völd. Greint var frá því í sjónvarpsfréttum að embætti landlæknis hefur til athugunar alvarlegar ábendingar um slæman aðbúnað á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Ábendingarnar koma frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum á deildunum.

„Þarna er verið að lýsa niðurlægjandi aðferðum við ýmislegt sem kallast meðferð, en er ekkert nema ofbeldi,“ sagði Grímur.

„Það virðist vera að þessi meðferðarkúltúr á Íslandi byggir að einhverju leyti á að þurfa að sýna einhver völd. Það teljum við að eigi frekar heima inni í bíómyndum sem við horfum á og erum að hneykslast yfir. Nútíminn á ekki að vera þarna. Við þurfum að fara að horfa á nútímann með augum framtíðarinnar. Er það þetta sem við viljum að eftir 30-40 ár verði horft til okkar og sagt: Þetta var fólk að gera árið 2021.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -