Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Lýst eftir fiðluleikara Sinfóníunnar hjá Interpol

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lýst hefur verið eftir fyrrverandi fiðluleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Sean Aloysius Marius Bradley, hjá Interpol. Hans hefur verið saknað í rúmlega eitt og hálft ár. Ekkert hefur til hans sést frá sumrinu 2018. Sjálfur hafði Sean sagt vinum sínum hér á landi að hann væri farinn til Spánar en grunur leikur á að einhver annar en fiðluleikarinn væri að hafa samskiptin undir hans nafni.

Sjá einnig: Lögreglan lýsir eftir Sean: Ekkert spurst til hans frá júní 2018

Í samtali við Fréttablaðið í gær ræddi Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, rannsóknina á hvarfi fiðluleikarans og segir það sérkennilegt. „Hann hafði verið í sambandi við einstaklinga hér heima og þetta virðist hafa verið mikil skyndiákvörðun að fara, ef hann hefur farið. Mér finnst málið bara allt skrýtið,“ sagði Oddur sem fer fyrir rannsókn málsins hjá Lögreglunni á Suðurlandi.

Sean er Íslendingur og lék með Sinfóníunni íslensku í áratugi en fjölskylda hans er búsett á Bretlandi. Það var hún sem lýsti eftir honum við lögregluna hér á landi þann 23. mars síðastliðinn líkt og Mannlíf greindi frá. Vinir fiðluleikarans furða sig á hvarfinu og lýsa því að síðast komu frá Sean skilaboð á samskiptamiðlum þar sem hann sagðist vera kominn í búdda-klaustur á Spáni og þá bað hann vini sína um að láta sig í friði. Lögreglan hefur ekki getað staðfest hvort fiðluleikarinn hafi yfirgefið landið og ekki er vitað um ferðir hans á Spáni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -