- Auglýsing -
Yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar lýsti honum sem rólyndismanni sem var góður í mannlegum samskiptum.
Oddvar Jenssen, yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar, mannsins sem var myrtur í Mehamn í Noregi á laugardaginn, segir Gísla hafa verið ábyrgðarfullanog skilningsríkan. Þetta segir hann í viðtali við norska miðilinn iFinnmark.
Umfjöllunina má lesa hér.
Í viðtalinu segir Oddvar að Gísli hafi verið góður í mannlegum samskiptum og rólegur að eðlisfari. Oddvar rekur fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og starfaði Gísli þar.
Sjá einnig: Hjartnæm Facebook-færsla fyrrverandi kærustu Gísla