Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Fór í lýtaaðgerð og dó í heila mínútu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heidi Montag gerði garðinn frægan um miðbik síðasta áratugar í sjónvarpsþáttunum The Hills. Í kjölfarið fór hún í ansi margar lýtaaðgerðir, þar á meðal brjóstastækkun og ýmsar aðgerðir á andliti sínu, en þessi umbreyting var vel skrásett af slúðurmiðlum um allan heim.

Í nýju viðtali við tímaritið Paper segist Heidi hafa verið hætt komin í einni af aðgerðunum.

A post shared by heidipratt (@heidipratt) on

„Spencer hélt að hann væri búinn að missa mig,“ segir Heidi, og vísar í eiginmann sinn Spencer Pratt, en þau gengu í það heilaga árið 2009.

„Ég dó í eina mínútu. Út af öllum þessum aðgerðum þurfti ég að vera undir eftirliti hjúkrunarfræðinga allan sólarhringinn og Spencer vildi ekki líta af mér. Ég var lögð inn á endurhæfingastöð og þurfti að fá Demerol til að lina sársaukann því hann var svo mikill,“ bætir hún við.

Heidi segir að litlu hafi munað að hún hafi farið yfir móðuna miklu í fyrrnefndri aðgerð þar sem hjarta hennar hætti að slá í eina mínútu.

„Öryggisverðirnir hringdu í Spencer og sögðu honum: Hjarta Heidi stoppaði. Hún hefur það ekki af. Og ég hefði auðveldlega geta dáið. Ég mæli ekki með því að láta skera sig upp og Demerol er ekki eitthvað til að leika sér með. Michael Jackson dó af því.“

- Auglýsing -

Þessi lífsreynsla breytti lífi Heidi.

„Ég þurfti að horfa á sjálfa mig í spegli á hverjum degi í batanum og hugsa: Hvað var ég að gera við sjálfa mig? Hvernig komst ég hingað? Hvað er að gerast,“ segir Heidi og bætir við:

Babymoon! ?

A post shared by heidipratt (@heidipratt) on

„Það kom mikið af jákvæðum hlutum úr þessu. Ég þurfti að ná botninum í mínu lífi til að gera mér grein fyrir því hvað væri mikilvægast.“

Lítið hefur farið fyrir Heidi og Spencer síðustu ár en í október í fyrra eignuðust þau sitt fyrsta barn saman, soninn Gunner Stone.

A post shared by heidipratt (@heidipratt) on

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -