Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Má heita Ítalía en ekki Geitin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ítalía og Lán er meðal þeirra eiginnafna sem Mannanafnanefnd samþykkti nú á dögunum.
Þá voru eiginnöfnin Erykah, Ullr, Leonardo, Gottlieb, Gunni, Éljagrímur,  Arún og Lílú einnig samþykkt.

Nefndin tók hinsvegar ekki vel í nöfnin Geitin, Frostsólarún, Heiðr og Winter og hafnaði þeim hið snarasta.

Millinöfnin Eldhamar og Kaldakvísl uppfylltu þó reglur nefndar og voru samþykkt sem millinöfn.

Geitin var hafnað með þeim rökum að ekki væri hefð fyrir því að nöfn bæru ákveðinn greini.
Ullr var hins vegar samþykkt þar sem nafnið kæmi fyrir í þessari ritmynd í Eddukvæðum og væri því alþekkt.

Úrskurð mannanafnanefndar má sjá hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -