- Auglýsing -
Söngkonan Madonna mun koma fram á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn eftir allt saman. Greint var frá því að Madonna myndi flytja tvö lög á Eurovision en síðar var það dregið í efa þegar Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovison, sagði að Madonna hefði ekki skrifað undir samning.
Nú er ljóst að Madonna mun koma fram á Eurovision því hún hefur skrifað undir samning er fram kemur í frétt Vísis. Þar kemur fram að líklegt sé að Madonna flytji lögin á meðan á símakosningunni stendur og að rapparinn Quavo úr Migos muni flytja annað lagið með henni.
Madonna mun því flytja eitt nýtt lag og annað eldra á útslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv æa laugardaginn.
Sjá einnig: Óvíst hvort Madonna komi fram á úrslitakvöldinu