Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Madonna söng með keppendum og sagði tónlistina sameiningarkraft

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Madonna er í Tel Aviv í kvöld og stígur á Eurovision sviðið. Madonna sagði alla keppendur sigurvegara hvernig sem úrslitakvöldið færi. Öll hefðu þau átt sér draum og unnið hörðum höndum að því að keppa fyrir sitt land. Í hennar bókum sé slíkt dæmi um sigurvegara.

Hún vitnaði í lag sitt Music sem kom út um síðustu aldamót. Keppendur sungu línuna „Music makes the people come together“ úr laginu. Tónlist fær fólkið til að koma saman gæti línan hljómað á íslensku.

Hún lofaði hörku sýningu af hennar hálfu. Sagðist ætla færa hita í leikinn. Vel fór með söngkonunni og kynni keppninnar. Sagði Madonna góðlátlega að hún ætli að hitta hann eftir keppnina til að segja manninum hans að hypja sig.

Madonna sagðist ánægð með að vera á keppninni. Aðspurð hvað henni þætti um Tel Aviv sagðist hún mjög ánægð. „Ég fer frá hótelinu á æfingu og horfi á ströndina,“ sagði söngkonan. Hún virðist því ekki hafa átt mikinn frítíma í heimsókninni hingað til.

Í kynningu Madonnu kom fram að hún myndi syngja lög af nýrri plötu og brot úr laginu Like a Prayer. Madonna stígur á svið í Tel Aviv eftir nokkrar mínútur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -