Laugardagur 21. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Maður á vergangi tjaldaði framan við verslun – Bát sjómannsins hvofdi í Hvalfirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bát hvolfdi síðdegis í gær í Hvalfirði. Eigandinn var um borð en betur fór en á horfðist og hann bjargaðist. Vegfarendur í Hvalfirði sáu bátinn á hvolfi og mann á kili um 300 metra frá landi.  Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar, lög­regla, áhöfn­in á sjó­mæl­inga­skip­inu Baldri og sjó­björg­un­ar­sveit­ir á veg­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar voru kallaðar út. Maðurinn komst af sjálfsdáðum í land en var kaldur og hrakinn. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús til frekari skoðunar. Bátinn rak upp í fjöru en óljóst er með skemmdir.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni síðdegis í gær. Lögreglan mætti á vettvang og teók niður upplýsingar. Málið er nú í rannsókn.

Reiðhjólaslys varð í Garðabæ í hærkvöld. Hjólreiðamaðurinn meiddist nokkuð og var fluttur á bráðamóttöku.

Lögreglan hafði afskipti af manni sem hafði í gær tjaldað nærri verslun. Fram kom í máli mannsins að hann var á vergangi og ætti ekki önnur hús að vernda. Maðurinn fékk vinsamlegar leiðbeiningar um það hvert væri best að leita aðstoðar. Honum var jafnframt bent á að  og bent á að koma tjaldi sínu fyrir á svæði innan borgarmarkanna sem ætlað er fyrir slíkt úthald.

Í gær barst lögreglu tilkynning um ökumann sem hafði ekið á tvær bifreiðar. Hann hafði lagt sinni eigin bifreið og gengið á brott. Ökumaðurinn þekktist og reyndist vera án ökuréttinda. Honum verður refsað í samræmi við afbrotið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -