Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Maður beitti hamri í líkamsárás og annar hótaði að berja lögreglumenn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla var kölluð til í gærkvöld vegna óvenjulegrar líkamsárásar þar sem hamri var beitt gegn meintu fórnarlambi. Ekki kemur fram í Dagbók lögreglu hvort játning liggi fyrir eða hve alvarleg árásin var. Málið er til rannsóknar.

Vanstilltur maður var með ógnandi hegðun á almannafæri. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hafði hann uppi hótanir gegn þeim og lýsti yfir vilja og getu til að berja þá. Hann var yfirbugaður og hvílist nú í fangaklefa  á lögreglustöð.

Að öðru leyti voru verkefni lögreglunnar hefðbundin. Manni í annarlegu ástandi vísað út af veitingastað. Annar var handtekinn og læstur inni vegna ölvunar. Þá var réttindalaus ökumaður staðinn að akstri. Annar ökumaður, reyndist einnig vera réttindalaus og í þokkabót ölvaður. Hann mun sæta ábyrgð. Ökumaður var stöðvaður á 143 kílómetra hraða þar sem hámarkið er 80 kílómetrar á klukkustund. Hann missir réttindi til aksturs.

Grunsamlegir menn voru á ferð í íbúðahverfi á svæði Kópavogslögreglu. Ekki tókst að finna hina meintu bófa þrátt fyrir eftirgrennslan. Í Hafnarfirði bar það helst til tíðinda að vespu var stolið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -