Í dagbók lögreglu er þetta helst:
Tilkynnt um innbrot í gám í hverfi 108.
Tilkynnt um innbrot í nýbyggingu í hverfi 108.
Tilkynnt um aðila til leiðinda á hóteli í hverfi 105. Vísað út af lögreglu.
Tilkynnt um aðila með háreisti í heimahúsi í hverfi 105. Lögregla skakkaði leikinn.
Lögreglustöð 2. Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í hverfi 220. Verkfæri tekin.
Ökumaður stöðvaður á bifreið sinni, reyndist vera sviptur og undir áhrifum fíkniefna. Bifreiðin ótryggð.
Tilkynnt um eld í hjólhýsi og bifreið í hverfi 220.
Tilkynnt um innbrot í heimahús í hverfi 221.
Lögreglustöð 3.
Tilkynnt um heimilisofbeldi. Einn vistaður vegna málsins.
Lögreglustöð 4. Tilkynnt um innbrot í geymslu í hverfi 111.
Tilkynnt um aðila sem sveik leigubílstjóra um greiðslu í hverfi 112. Kærður fyrir fjársvik.
Tilkynnt að ekið hafði verið á hund í hverfi 110. Hundurinn lifði af.
Tilkynnt um umferðaróapp í hverfi 113. Ekki slys á fólki.
Tilkynnt um þjófnað frá verslun í hverfi 112.