Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Maður fannst sofandi í holu í Reykjavík – Leigubílstjóri kærði ósáttan farþega fyrir fjársvik

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna viðskiptavinar sem harðneitaði að borga fargjaldið. Viðskiptavinurinn var ósáttur við leiðarval leigubílstjórans og ákvað að refsa honum með að greiða ekki fyrir þjónustunnar. Lögreglan mætti og tilkynnti viðskiptavininum að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Þetta er eitt þeirra mála sem rak á fjörur lögreglu, aðfaranótt föstudagsins langa.

Ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum, hann reyndist einnig vera án gildra ökuréttinda. Hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hjúkrunarfræðingur kom og dró blóð úr ökumanni. Hann laus að því loknu.

Tilkynnt um slys þar sem maður féll nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði. Hinn slasaði var fluttur á bráðamóttöku.

Tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi sem lá í holu í Reykjavík. Hann fluttur á lögreglustöð og vistaður í klefa sökum ástands. Holumaðurinn gat ekki sagt til nafns eða hvar hann ætti heima sökum ölvunar. Hann liggur nú í fangaklefa þangað til rennur af honum og hann nær tökum á tilveru sinni.

Ökumaður stöðvaður fyrir að aka gegn einstefnu, hann reyndist einnig vera án gildra ökuréttinda. Vettvangsskýrsla rituð þar sem ökumaður játaði brotið. Nokkrir ökumenn gripnir fyrir meinta ölvun við akstur. Þá var einn gripinn fyrir að aka gegn einstefnu og annar fyrir að tala í farsíma undir stýri.

Tilkynnt um brunalykt úr íbúð, eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Eigandi hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu.

- Auglýsing -

Maður nokkur var staðinn að því að sparka í hurðir og glugga á veitingarstað. Lögregla fór á vettvang og rak manninn í burtu.

Tilkynnt um mann reyna að stela á lager í verslun, hann fór þegar starfsmaður kom að honum. Lagerræninginn fannst ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -