Hér er allt það allra helsta frá lögreglunni.
Lögreglustöð 1
Aðili gripinn við að stela í verslun í hverfi 108. Lögregla sinnti og málið afgreitt á vettvangi. Aðili handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna í hverfi 101. Aðilinn vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar máls.
Tilkynnt um skemmdir á bifreið í hverfi 101. Búið var að skera á dekk bifreiðarinnar. Lögregla sinnti og málið í rannsókn.
Tveir ökumenn handteknir grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumenn færðir á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Tilkynnt um slagsmál við skemmtistað í hverfi 101. Lögregla sinnti og reyndust slagmálin vera minniháttar.
Tilkynnt um hópslagsmál við skemmtistað í hverfi 101. Tveir aðilar voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru vistaðir í fangaklefa. Málið í rannsókn.
Lögreglustöð 2
Lögregla sinnti tveimur aðstoðarbeiðnum við að vísa óvelkomnum aðilum út.
Lögreglustöð 3
Lögregla sinnti umferðareftirliti og voru sjö ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot.
Lögreglustöð 4
Tilkynnt um innbrot í hverfi 110. Málið í rannsókn.
Tilkynnt um eld í vörubifreið í hverfi 112. Slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldinn.
Tilkynnt um mann gangandi á miðri akbraut í hverfi 110. Lögregla sinnti.