Uppnám varð í Grafarvogi þegar maður gekk berserksgang. Lögreglumenn komu á vettvang og tókst þeim að yfirbuga manninn og koma aftur á ró. Hann var handtekinn og fluttur í fangageymslu á meðan af honum gengur æðið.
Í miðbænum brást lögreglan við vegna manns sem var í annarlegu ástandi. Hann fékk sömu örlög og berserkurinn í Grafarvogi og var handtekinn og læstur inni í fangageymslu.
Bargestur í miðbortginni gerðist fingralangur. Lögregla var kölluð til og barþjófurinn var handtekinn. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku
Talsvert var um að lögregla bæri kölluð til aðstoðar þar sem um bvar að ræða veikindi og fólk í annarlegu ástandi. Lögregla brást við þegar tilkynnt var um innbrot í Vesturbænum. Þegar þeir komu á vettvang var innbrotsþjófurinn á bak og burt og ekki reyndist hægt að kalla hann til ábyrgðar.
Í gær var lögreglu tilkynnt um sex manns sem höfðu komið sér fyrir í bílastæðahúsi í miðborginni. Hústökufólkinu var vísað út á götu. .