Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Árásarmaður í jólasveinabúningi banaði manni í Mosfellsbæ: Ölvun réttlætti ekki framferði gerandans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi 27 ára karlmann í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða manns á veitingastað Mosfellsbæ í desember 2004. Ákærði var einnig dæmdur til greiðslu nærri 15 milljóna króna í skaðabætur og málskostnað.

Dómurinn taldi sannað að ákærði hefði gerst sekur um að greiða hinum látna hnefahögg með þeim afleiðingum að hann lést en í ákæru var krafist refsingar fyrir stórfellda líkamsárás, sem hafði í för með sér brot í hliðartind fyrsta hálshryggjarliðs og rof í slagæð við hálshrygg. Við þetta varð mikil blæðing inn á höfuðkúpu sem leiddi til dauða Ragnars.

Árásarmaðurinn krafðist sýknu í málinu ellegar til vægustu refsingar. Hann mundi ekki eftir samskiptum sínum við fórnarlambið á veitingastaðnum vegna ölvunar. Var því stuðst við frásagnir sjónarvotta og skýrslu sérfræðinga.

Bar vitnum saman um að ákærði hefði slegið hinn látna hnefahögg með þeim afleiðingum að hann hneig í gólfið. Að fengnum þessum framburðum, og samhljóða áliti lækna um að dánarorsökin hefði verið högg efst á háls, var talið fullsannað að ákærði væri sekur um árásina.

Eiginkonan reyndi endurlífgun

Fórnarlambið lést aðfararnótt 12. desember 2004. Aðdragandinn var sá að hinn látni hafði staðið við anddyri veitingastaðarins Ásláks með konu sinni er maður íklæddur jólasveinabúningi tróðst inn og felldi niður glas sem brotnaði við fætur mannsins. Fórnarlambið hellti sér í kjölfarið yfir manninn sem brást reiður við og kýldi hann í hálsinn. Við það féll hann í gólfið og rak höfuðið í.

- Auglýsing -

Árásarmaðurinn yfirgaf staðinn en vinur hans náði honum og fékk hann með sér til baka. Lífgunartilraunir eiginkonu, eiganda veitingastaðarins og síðan sjúkraliða og uppi á Landspítala báru ekki árangur. Kona fórnarlambsisn er hjúkrunarfræðingur en hún reyndi að blása lífi í hann og svo tóku við vinir föður míns og starfsmaður Ásláks, kokkurinn á staðnum.  Slagæð hafði rifnað við höggið og blæddi mikið inn á höfuðkúpu mannsins. Hann lést vegna mikillar blæðingar á milli heila og innri heilahimnu.

Árásarmaðurinn hafði verið á grímuballi í hlutverki jólasveins. Hann var enn á staðnum og mjög ölvaður er lögreglan mætti á vettvang og var hann strax handtekinn.

Ásetningur ósannaður

- Auglýsing -

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði hefði fráleitt haft vilja til þess að vinna hinum látna meiri háttar líkamstjón og ósannað var að hann hefði borið ásetning til að slá í háls hans fremur en andlit. Ölvun ákærða gæti þó aldrei réttlætt framferði hans en hún gæti horft til skýringar á verknaðinum, sem beindist að manni sem ákærði hvorki þekkti né átti neitt sökótt við þegar þeir hittust í fyrsta sinni.

Vitni sögðu að hinn látni hefði á engan hátt átt upptök að árásinni og taldi dómurinn að ekkert gæti réttlætt hana. Að því virtu, sem og því hve langt væri liðið frá árásinni og hve óvægna umfjöllun ákærði hefði sannarlega hlotið hjá einstökum fjölmiðlum þrátt fyrir ósannaða sök, þótti hæfileg refsing tveggja ára fangelsi.

Ákærði var dæmdur til að greiða ekkju hins látna 8,3 milljónir kr. í bætur og þremur börnum hans 3,8 milljónir kr. auk 2,8 milljóna kr. í sakarkostnað.

Málið dæmdi Jónas Jóhannsson héraðsdómari. Verjandi var Björn Ólafur Hallgrímsson hrl. og sækjandi Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari.

 

Heimildir:

Innlendar fréttir. 26.september 2006. Tveggja ára fangelsi fyrir banvæna líkamsárás. Ekkert sem réttlætti árásina á ókunnugan mann á Ásláki. Morgunblaðið.

Innlent. 13. desember 2004. Eiginkonan reyndi endurlífgun. Vísir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -