Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Maður klifrar upp Eiffelturninn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slökkvilið Parísar vinnur hörðum höndum að því að ná manninum niður.

Eiffelturninum hefur verið lokað og verið er að rýma hann vegna manns sem er að klifra upp turninn. Slökkvilið borgarinnar hefur verið kallað út vegna atviksins og er komið á vettvang. Samkvæmt fréttastofunni CNN vinnur slökkviliðið að því að koma manninum niður.

Eiffelturninn er hæsta bygging í París og eitt af þekktustu kennileitum í heiminum. Turninn er 324 metrar að hæð og vegur 7300 tonn. Mögulegt er að ganga hluta leiðarinnar upp í turninn eða 1660 þrep en taka verður lyftur til þess að komast á toppinn. Um 7 millj­ón­ir manna gera sér ferð að turn­in­um ár hvert og er mikil öryggisgæsla í kringum turninn vegna áhyggja af hryðjuverkaárásum. Gæslan virðist þó ekki hafa tekist að koma í veg fyrir að fyrrnefndum manni tókst að klifra upp turinnn, en enn er ekki vitað hvað honum gengur til með athæfinu.

Umræddur maður er langt frá því að vera sá fyrsti sem klifrar upp Eiffelturninn. Frægt er þegar James nokkur King­st­on klifraði upp turn­inn að nóttu til fyrir nokkrum árum og birti myndband af því á Youtube. Öryggis­verðir urði varir við Kingston og félaga hans og voru þeir hand­tekn­ir þegar niður á jörðina var komið. Voru þeir látn­ir laus­ir gegn lof­orði um að klifra ekki aft­ur upp turn­inn.

Þess má geta að ekki er lengra en rúmur mánuður frá því að kveiknaði í öðru þekktu kennileyti í borginni, hinni heimsfrægu kirkju Notre Dame, með þeim afleiðingum að kirkjan varð fyrir töluverðum skemmdum. Því er óhætt að segja að slökkvilið borgarinnar hafi haft í nógu að snúast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -