Heimilisofbeldi vatt upp á sig og varð til þess að karl og kona voru handtekin. Þau voru í fyrstu flutt á bráðamóttöku þar sem þau fengu aðhlynningu en síðan læst inni í fangaklefa. Málið er í rannsókn.
Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.
Góðkunningi lögreglunar var til ama í heilbrigðisstofnun í Reykjavík. Lögreglan var kölluð til og sótti hún manninn og kom honum í náttstað. Maðurinn tók sönsum og var ánægður með sáttur með þjónustu lögreglu.
Tilkynnt var um búðarþjóf við iðju sína í matvöruverslun.
Kona var flutt á bráðamótttöku Landsspítalans eftir rafskútuslys.