Aðrir tveir menn voru handteknir vegna málsins og vistaðir í fangaklefa. Þolendur voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en tekið er fram að meiðsl þeirra séu ekki lífshættuleg. Málið er í rannsókn.
Samkvæmt heimildum frá lögreglu var mikill viðbúnaður á vettvangi og haft eftir ónefndum sjónarvotti að maður ataður blóði hafi hlaupið inn í verslun Hagkaupa á Garðatorgi „eftir að sérsveit mætti á svæðið.“
Versluninni var lokað á meðan lögregla athafnaði sig þar inni. Fréttastofa hefur ekki náð sambandi við lögreglu vegna málsins.