Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Maður staðinn að mannráni og þjófnaði – Ökumaður með skerta dómgreind handtekinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórir einstaklingar voru í fangaklefum löreglunnar þegar nýr dagur rann. Hegðunarvandi og lögbrot réðu þvík að fólkið var læst inni.

Maður var handtekinn í miðborginni fyrir þjófnað og mannrán. Ofbeldismaðurinn er í haldi og málið í rannsókn. Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur urðu fyrir áreiti og hótunum. Tveir menn gengu um og höfðu uppi ógnandi hegðum. Þeir voru handteknir og læstir inni. Með nýjum degi svara fólin til saka.

Ökumaður var staðinn að verki við að aka í ástandi sem skerti dómgreind hans og hafði í för með sér hættu fyrir aðra vegfarendur. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli þar sem dregið var úr honum blóð.

Í Kópavogi var nóttin róleg hjá lögreglu. Þó voru skráningarmerki fjarlægð af þremur ökutækjum vegna vanrækslu á aðalskoðun. Próflaus ökumaður var stöðvaður í akstri og kærður fyrir akstur án gildra ökuréttinda. Lögreglan á Hólmavík fylgdi forseta Íslands og fylgdarliði hans eftir, reglum samkvæmt,  í heimsókn hans í Árneshrepp á Ströndum. Ekkert bar til tíðinda og sinnti lögreglan verkefni sínu með sóma og skilaði forsetanum að sýslumörkum. Heimsókninni lauk í gær.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -