Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Maður upplifði sig sem aðhlátursefni – sem er bara skömm í grunninn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íris Hólm Jónsdóttir er í forsíðuviðtali Mannlífs. Íris segir þar frá einelti sem hún sætti í skóla, geðræn vandmál og ýmislegt fleira.

„Þetta tengdist því að ég var mjög bráðþroska og ég er ekkert feimin að tala um það, af því að mér finnst slíkt líka vera eitthvað sem fólk þarf að ræða um. Ég var átta ára þegar ég byrjaði á blæðingum. Ég byrjaði að fá hár undir höndum og hár á fótleggi og víðar fljótlega eftir það og fékk athugasemdir vegna þess í sundi og í leikfimi. Bendingar og hlátur til dæmis þegar maður var að leika sér og lyfta bolta eða henda bolta; það var alltaf verið að benda manni á þessa hluti og hlæja að manni og þá upplifði maður sig asnalegan; maður upplifði sig sem aðhlátursefni, sem er bara skömm í grunninn. Ég var höfðinu hærri en allir í árganginum og jafnvel hærri en krakkar sem voru tveimur árum eldri og það var endalaust verið að benda mér á það á göngum skólans,“ segir Íris

 Lesa meira hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -