Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sorg ríkir í Íslendingasamfélaginu á Tenerife: Maðurinn sem lést í eldsvoðanum var íslenskur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskur karlmaður lést í eldsvoða í heimahúsi á Tenerife síðastliðinn sunnudag. Mannlíf fjallaði um málið í gærkvöld.
Maðurinn sem var um fimmtugt fannst látinn inn í bifreið í bílskúr hússins en viðbragðsaðilar frá Adeje og San Miguel voru fljótir á vettvang. Þrír bílar brunnu.

Þá hefur miðillinn El Día greint frá því að maðurinn sé íslenskur ríkisborgari.
Ekki er staðfestur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað en lögreglan hefur hafið rannsókn á atvikinu. Það snýr að því að bera fortmlega kennsl á líkið. El Día segir líklegt að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og sofnað út frá vindlingi. Maðurinn hafði búið um nokkurt skeið á eyjunni með fjölskyldu sinni. Mikil sorg er vegna þessa í Íslendingasamfélaginu á Tenerife og vinir mannsins hafa minnst hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -