Íslenskur karlmaður lést í eldsvoða í heimahúsi á Tenerife síðastliðinn sunnudag. Mannlíf fjallaði um málið í gærkvöld.
Maðurinn sem var um fimmtugt fannst látinn inn í bifreið í bílskúr hússins en viðbragðsaðilar frá Adeje og San Miguel voru fljótir á vettvang. Þrír bílar brunnu.
Þá hefur miðillinn El Día greint frá því að maðurinn sé íslenskur ríkisborgari.
Ekki er staðfestur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað en lögreglan hefur hafið rannsókn á atvikinu. Það snýr að því að bera fortmlega kennsl á líkið. El Día segir líklegt að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og sofnað út frá vindlingi. Maðurinn hafði búið um nokkurt skeið á eyjunni með fjölskyldu sinni. Mikil sorg er vegna þessa í Íslendingasamfélaginu á Tenerife og vinir mannsins hafa minnst hans.