Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Mættu í þrefalt útgáfuboð: Popp og partý í Bíó Paradís

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er heljarinnar veisla framundan hjá bókaunnendum, rithöfundum og útgefendum í aðdraganda jólavertíðar með útgáfuboðum, upplestrum og fleiri viðburðum.

 

Í dag standa Benedikt, Bókabeitan og Forlagið saman að útgáfuboði og eru allir velkomnir í Bíó Paradís kl. 17 til að kynna sér bækur Hildar, Ragnhildar og Þórdísar.
Búast má við hörkuskemmtun þar sem höfundar munu lesa upp á meðan gestir gæða sér á glóðvolgu poppkorni sem hægt er að skola niður með bjór eða sódavatni.

Nornin eftir Hildi Knútsdóttur

Alma Khan veit ekki af hverju henni, óbreyttum nítján ára starfsmanni í baunahúsinu á Hellisheiði, er boðið starf í einkagróðurhúsi hinnar heimsfrægu Dr. Olgu Ducaróvu. Helst dettur henni í hug að það tengist eitthvað Kríu ömmu hennar, sem þekkir Olgu eftir alræmdan leiðangur þeirra til Mars. Þegar Alma kynnist svo hinni leyndardómsfullu Indru umturnast lífið endanlega. Árið er 2096 og náttúran er óútreiknanleg. Gamli miðbærinn er afgirtur og þar standa fúin hús í flæðarmálinu. Eitt þeirra á amma Ölmu og enginn skilur hvers vegna það er henni svona mikilvægt.

Nornin er framhald Ljónsins sem kom út í fyrra. Ljónið hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hildur Knútsdóttir hefur skrifað fjölda vinsælla ungmennabóka og hlotið fyrir mikið lof gagnrýnenda.

Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur

- Auglýsing -

Frá því Arilda man eftir sér hefur skólinn verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni. Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.

Villueyjar er önnur bók höfundar en sú fyrsta, Koparborgin, hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar og tilnefningu til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs og Fjöruverðlaunanna.

Randalín, Mundi og leyndarmálið eftir Þórdísi Gísladóttur

- Auglýsing -

Í þessari fjórðu bók um Randalín og Munda segir frá spennandi og lærdómsríkum ævintýrum skemmtilegra krakka. Randalín og Mundi eignast nýja vini, komast að leyndarmáli nágranna síns, stofna hljómsveit og átta sig á að hlutirnir eru ekki alltaf eins og fólk heldur í fyrstu.

Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur og Þórarin M. Baldursson var tilnefnd til Fjöruverðlauna árið 2016. Þar að auki hefur Þórdís hlotið Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, fengið þrjár tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, tilnefningu til íslensku þýðingarverðlaunanna og ljóðabókin Óvissustig hlaut tilnefningu til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -