Margrét Friðriksdóttir er beinskeytt og ákveðin kona, jafnvel með bein í nefinu: Hún virðist ekki óttast að börn geti veikst alvarlega af hinum lífshættulega veirusjúkdómi, Covid 19.
Gefum Margréti orðið:
„Af hverju eiga foreldrar að hafa áhyggjur af kvefi?“ spyr Margrét og bætir við:
Börn eru ekki í neinum áhættuhóp og fljót að ná sér eftir þessa flensu; skilst að inflúensan sé verri fyrir þau.“
Og svo koma skilaboð og/eða hvatning frá Margréti:
„Best er að losa þjóðina sem fyrst við þennan áróðursmann sem gerir ekki annað en að viðhalda ótta og hræðsluáróðri.“
Um hvern ræðir skal ekki fullyrt.