Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Magnús beitti manninn hrottalegu ofbeldi: „Lést af völdum áverka sem torveldaði öndun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Maðurinn sem var myrtur í Barðavogi í sumar lést af völdum höfuðáverka og áverka á andliti sem torveldaði öndun, þetta kom fram í ákæru héraðssaksóknara. Fjölskylda mannsins krefur Magnús Aron Magnússon, sakborning í málinu, um rúmlega 40 milljónir í bætur.
Magnúsi er gefið að sök að hafa beitt manninn hrottalegu ofbeldi, fyrst inni á stigagangi hússins við Barðavog og síðan utan við húsið. Hann er meðal annars sagður hafa sparkað og traðkað margsinnis á höfði mannsins og brjóstkassa. Í ákærunni segir að maðurinn hafi látist af völdum áverka á höfði og áverka á andliti sem torveldaði öndun.
Samkvæmt frétt RÚV andmælti Magnús verknaðarlýsingu í ákærunni þegar hún var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Bótakröfurnar í málinu nema rúmlega 40 milljónum króna. Magnús Aron hefur hafnað bótakröfum systkina mannsins en ekki kröfum barna hans og föður.

 

Verjandi Magnúsar fór fram á það við þingfestinguna á þriðjudag að réttarhaldið yrði lokað. Dómari við héraðsdóm hafnaði þeirri beiðni en með þeim fyrirvara að eitthvað nýtt kæmi fram sem gæti breytt þeirri ákvörðun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -