Ráðið hefur verið í stöður fréttastjóra Mannlífs og vefstjóra man.is.
Magnús Geir Eyjólfsson hefur verið ráðin fréttastjóri fríblaðsins Mannlífs, sem kemur út á föstudögum og er aðgengilegt til niðurhals á man.is. Magnús verður hluti af öflugu ritstjórnarteymi Mannlífs og í lykilhlutverki við áframhaldandi uppbyggingu blaðsins. Magnús starfaði sem upplýsingafulltrúi NATO í Georgíu á vegum Íslensku friðargæslunnar áður en hann tók til starfa sem fréttastjóri blaðsins. Þar áður starfaði hann á fjölmiðlum samfleytt í 10 ár, 4 ár sem ritstjóri Eyjan.is og þar áður sem blaða/fréttamaður á Pressunni, Stöð 2 og Blaðinu. Magnús er með MA í alþjóðasamskiptum frá Waseda háskóla í Tókýó.
Þá hefur Guðný Hrönn Antonsdóttir tekið við starfi vefstjóra man.is, sem sem er sameiginlegur vefur allra miðla útgáfufélagsins Birtíngs. Guðný útskrifaðist með MA í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2016 og var í skiptinámi í University of Sheffield. Þar á undan stundaði hún myndlistarnám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2011. Guðný vann áður á Morgunblaðinu og svo á Fréttablaðinu. Guðný kemur til með að hafa umsjón með man.is, meðal annars skrifum á vefinn og mun koma að áframhaldandi stafrænni uppbyggingu hans.
Mynd / Aldís Pálsdóttir