Magnús H. Magnússon rafvirkjameistari er látinn, 68 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.
Magnús ólst upp á Hólmavík og byrjaði þar á sjó. Þaðan hélt hann í nám í Iðnskólann í Reykjavík. Magnús var mikill athafnamaður og tók virkan þátt í uppbyggingu ferðamála á Vestfjörum þar sem hann rak meðal annars bílaleigu, var vitavörður, umsjónarmaður flugvallar, umboðsmaður Stöðvar 2 og fréttaritari Morgunblaðsins á Hólmavík.
Magnús var einng af stofnendum Galdasafnsins á Hólmavík. Þá sinnti hann félags- og sveitastjórnarmálum af kappi, sat í hreppsnefnd og var um tíma oddviti hreppsins. Árið 1996 gerðu þau hjónin, Magnús og Þorbjörg Magnúsdóttir, upp elska hús Hómavíkur og ráðu þar veitingastað ásamt því að gera einnig upp gamla félagsheimilið í bænum.
Börn Magnúsar og Þorbjargar eru Sigrún Harpa fædd 1971 og Marín fædd 1976. Auk þess átti Magnús tvíburana Eyjólf og Sigurbjörgu, fædd 1976.