Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Magnús Hallgrímsson stofnandi Flugbjörgunarsveitarinnar látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Hallgrímsson verkfræðingur lést síðastliðinn sunnudag, 88 ára að aldri. Hann lést á Landakoti og lætur eftir sig tvo syni.

Magnús fæddist á Akureyri 6. nóvember 1932. Hann lauk stúdentsprófi frá MA, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ og meistaraprófi í byggingarverkfræði við Polyteknisk Læreanstalt DTK í Danmörku. Magnús stundaði margvísleg verkfræðistörf hér á landi sem erlendis sem mörg tengdust virkjunum og raflínum.

Stærstan hluta starfsævinnar var hann við ýmis hjálparstörf erlendis. Hann starfrækti flóttamannabúðir og skipulagði neyðarhjálp á vegum Rauða krossins í Indónesíu, Eþíópíu, Erítreu, Jórdaníu, Írak og Aserbaídsjan. Einnig starfaði hann við friðargæslu og uppbyggingu innviða á vegum Sþ og NATO, bæði í Líbanon og í ríkjum gömlu Júgóslavíu.

Magnús var brautryðjandi í vetrarskíðaferðum um hálendi Íslands og félagi í Íslenska alpaklúbbnum. Hann var ævilangt skáti, einn af stofnendum Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri og sat í stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Hann sat um tíma í stjórn Landverndar og Vatnajökulsþjóðgarðs, og var varaformaður Jöklarannsóknarfélagsins um langt árabil. Þá kenndi hann lengi björgunarsveitum snjóflóðabjörgun og björgunartækni í frístundum.

Magnús fékk margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann var meðal annars sæmdur gullmerki Bandalags íslenskra skáta, jöklastjörnu Jöklarannsóknarfélagsins, heiðursmerki Verkfræðingafélagsins, gullmerki Flugbjörgunarsveitarinnar og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

Eiginkona Magnúsar var Hlíf Ólafsdóttir lífeindafræðingur. Synir þeirra eru Hörður og Hallgrímur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -