Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Magnús þekkir ekki sjálfan sig eftir höfuðkúpubrot á jólum: „Þakklátur að vera á lífi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran, er þakklátur fyrir að vera á lífi í dag en hann hefur átt hrikalega erfitt ár. Jólin í fyrra voru hræðileg þar sem blæddi inn á heila Magnús og höfuðkúpa hans brotnaði eftir fall í hálku. Í dag segist hann ekki þekkja sjálfan sig stundum enda hlaut hann heilaskaða við fallið.

Magnús hefur á árinu verið í endurhæfingu til að ná aftur vopnum sínum.

Magnús rifjar upp bataferlið og endurhæfingun á árinu í einlægri færslu á Facebook. Rétt fyrir jól í fyrra rann hann í hálku þegar þau hjónin voru á leið á jólatónleika. „Í dag er ár síðan líf mitt breyttist að eilífu. Saklaust kvöld sem átti að koma okkur hjónum í jólaskap með því að fara á jólatónleika með góðum vinum varð að martröð. Þrjár nætur á spítala en fékk að fara heim á aðfangadag. Þessi jól eru í móki því minnið fyrsta mánuðinn var að bregðast mér. Börnin hafa þó sagt mér að þetta voru verstu jólin þeirra…. því pabbi var ekki eins og hann var vanur. Þessi jól verða því nýtt vel og innilega í faðmi fjölskyldunnar á þessum undarlegu tímum í miðjum heimsfaraldri,“ segir Magnús.

Fyrir atburðinn í fyrra leit allt vel út hjá Magnúsi eftir að hafa sjálfur náð góðum árangri við offituna. Eftir að hann fór í magaermisaðgerð hrundu af honum 60 kíló. Efst í huga Magnúsar í dag er þakklæti. „Ég hef lært á þessu slétta ári hugtökin þakklæti og auðmýkt. Þakklæti fyrir það að vera á lífi. Þakklæti fyrir þá sem standa mér næst og hafa sýnt mér skilning, ást og fúsleika til að rétta mér hjálparhönd í hvívetna. Þakklæti fyrir skilning bæði fyrrum og núverandi vinnuveitanda. Auðmýkt yfir því að geta ekki gert margt af því sem ég gat áður,“ segir Magnús og bætir við:

„Félagsveran hefur dregið sig í skel. Orkuboltinn sem var alltaf með mörg járn í eldinum og vann best undir pressu á skyndilega erfitt með að gera tvennt í einu. Það versta er að ég er ekki sami maðurinn. Finn stundum ekki mun á gleði og hryggð. Kann síður á tilfinningarnar. Á erfiðara með einbeitningu. Þekki mig stundum ekki. Eyrðin er minni, þrótturinn er oft á tíðum lítill, getan til að hugsa hratt er skræld, sjónúrvinnsla augans er brengluð, jafnvægisskynið er skert, stöðugur svimi, tíður höfuðverkur, viðvarandi svefnleysi, ekkert bragðskyn, ekkert lyktarskyn og loks persónuleikabreytingar hafa leitt í ljós að ég er með það sem sérfræðingar kalla ákominn heilaskaða sem er dulin fötlun. Sterkt orð en staðreynd.“

Við fallið í hálkunni höfuðkúpubrotnaði Magnús og blæddi inn á heila.
Magnús hefur undanfarin misseri verið í endurhæfingu á Grensás þar sem hann tekur hæg skref í átt að bata. Á næsta ári ætlar hann að leggja áherslu á að vera í núinu. „Njóta stundarinnar. Lifa hollara lífi. Hreyfa mig meira. Borða hollar. Efla mig andlega. Sofa betur. Hlusta á ráðleggingar fagaðila og hlýða. Gera rækileg og siðferðileg reikningsskil í lífi mínu. Sækjast eftir framförum en ekki fullkomnum. Þetta ár er að enda á sama hátt og það byrjaði….. í veikindaleyfi. Það er mér erfiðara en allt. Ég kann illa að slaka á en verð að hlýða,“ segir Magnús.

Í dag er ár síðan líf mitt breyttist að eilífu. Saklaust kvöld sem átti að koma okkur hjónum í jólaskap með því að fara…

Posted by Magnús Sigurjón Guðmundsson on Monday, December 21, 2020

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -