Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Magnús Geir bjartsýnn um að fá stöðu Þjóðleikhússtjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri sækir um stöðu Þjóðleikhússtjóra.

„Þrátt fyrir að vera ánægður í starfi og að allt gangi hér vel, þá á leikhúsið samt alltaf rosalega stóran sess í hjarta mínu. Mér finnst fátt magnaðra en að sitja í leikhúsi þar sem hópur fólks deilir upplifun og lætur hreyfa við sér með sögum sem skipta máli.“

Þetta segir Magnús Geir í tölvupósti sem hann hefur sent starfsfólki RÚV vegna málsins. Þar segist útvarpsstjórinn jafnframt vera bjartsýnn um að fá Þjóðleikhússtjóra.

„Þrátt fyrir að vera ánægður í starfi og að allt gangi hér vel, þá á leikhúsið samt alltaf rosalega stóran sess í hjarta mínu.“

Núverandi Þjóðleikhússtjóri, Ari Matthíasson, hefur gegnt stöðunni síðan árið 2015. Eins og kunnugt er hefur ríkt viðkvæmt ástand innan leikhússins. Stjórn Félags íslenskra leikara (FÍL) hefur gert ahugasemdir vegna samskiptaörðugleika leikhússtjórans og félagsmanna FÍL og lúta þær aðallega að hegðun leikhússstjóra. Þá hefur stjórn félagsins kvartað yfir aðgerðarleysi Þjóðleikhúsráðs og mennta- og menningarmálaráðherra í málinu. Ari hefur sótt aftur um stöðuna. Sömuleiðis Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri. Um­sókn­ar­frest­ur um starf Þjóðleikhússtjóra renn­ur út í dag, en nýr þjóðleik­hús­stjóri tek­ur til starfa um ára­mót.

Þess má geta að áður Magnús Geir tók við starfi útvarpsstjóra árið 2014, gegndi hann meðal annars starfi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -