Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Magnús Þór lætur óvænt af störfum hjá Fjarðaáli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forstjóri Fjarðaáls, Magnús Þór Ásmundsson, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Alcoa Fjarðaáli og tekur uppsögnin gildi strax nú um mánaðarmótin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Alcoa Fjarðaál sendi frá sér nú fyrir stundu.

Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu, tekur tímabundið við starfi forstjóra Fjarðaáls þangað til nýr forstjóri verður ráðinn. Magnús Þór verður nýjum stjórnendum jafnframt innan handar næstu misseri.

Margnús Þór hefur starfað hjá Fjarðaáli frá árinu 2009, fyrst sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, síðan sem forstjóri móðurfélagsins Alcoa á Íslandi frá 2012 og jafnframt sem forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði frá 2014.

„Tíminn hjá Alcoa hefur verið afar gefandi. Ég er þakklátur því góða starfsfólki sem ég hef unnið með og er stoltur af árangri okkar hjá Fjarðaáli í umhverfis-, öryggis- og jafnréttismálum,“ er haft eftir Magnúsi Þór í tilkynningunni.

Ekkert er sagt um ástæðu þessarar óvæntu uppsagnar og fjölmiðlafulltrúi Alcoa Fjarðaáls sagðist engin svör geta veitt um starfslokin að svo stöddu nema staðfest að þau hefðu verið að hans ósk.

„Magnús Þór hefur starfað fyrir Alcoa í tíu ár og verið einn af lykilmönnum í uppbyggingu Fjarðaáls frá upphafsárum þess og við þökkum Magnúsi fyrir hans góða framlag til fyrirtækisins,“ segir Kai-Rune Heggland yfirmaður álframleiðslusviðs Alcoa í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Ástralíu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -