Miðvikudagur 30. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Magnús Ver vann á Goldfinger: „Auðvitað þurfti maður stundum að snúa upp á einhvern“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Ver Magnússon, aflraunamaður og fyrrum sterkasti maður heims, segist aldrei hafa snert stera, hann hafi einfaldlega æft þeim mun meira. Þá segist hann hafa séð ýmislegt og hitt ýmsa vafasama menn í tengslum við dyravörslu á Goldfinger.

Magnús Ver, einn sterkasti maður allra tíma, var nýverið í viðtali við Wiium bræður, þá Gunnar og Davíð, í hlaðvarpsþætti þeirra, Þvottahúsið. Í viðtalinu ræða þeir um hitt og þetta af ferli Magnúsar, uppvaxtarárin á Seyðisfirði, meintan glæpaferil, mótin sem hann keppti á og keppinautana sem hann mætti og margt fleira.

Þegar talið berst að steraneyslu er Magnús alveg harður á því að hafa aldrei notað slík efni.

„Af hverju er ekki bara hægt að tala bara opinskátt um það sem allir vita?“ Spurði Gunnar og átti þá við um almenna steranotkun.

Magnús svaraði því til að hann hafi aldrei notað stera og segist í raun fordæma steranotkun, ekkert raunverulegt „shortcut“ sé í boði í þessum efnum.

„Ef þú ferð þessa leið þá ertu í raun að brenna á lífskertunum frekar hratt, það er mín skoðun á því,“ sagði Magnús.

- Auglýsing -

Hann segist heldur aldrei hafa verið í raun þungur miðað við keppinauta sína, hann hafi æft alltaf mjög stíft, fjóra til fimm tíma á dag, sex daga vikunnar og sú vinna segir hann að hafi skilað þeim árangri sem hann náði í „strongman“ ásamt tiltölulega lágri líkamsþyngd.

Með léttleikanum fékkst snerpan og það var þar sem hann vann á, það var styrkur hans.

Þar að auki segir hann að brennslan sem svona æfingum fylgdu hafi verið svo rosaleg að hann hafi í raun aldrei verið neitt hrikalegur eins og svo margir keppinautar hans. Hann vill meina að hann hafi bara aldrei þurft stera þökk sé mikilli æfingu og að í eðli sínu sé hann bara sterkur og að sá styrkur komi hreinlega frá því að hafa alist upp í sveit og sinnt líkamlegri vinnu frá barnsaldri.

Magnús segir að Strongman sé blanda af kraftlyftingum, ólympískum og frjálsum. Styrkur, snerpa og tækni spila þar inn sem óaðskiljanlegir þættir sem svo mynda eina heild.

Í dag rekur Magnús Ver hálfgerðan æfingaklúbb, sem heitir Jakaból og er á Smiðjuveginum. Þar er meðlimum einfaldlega gefin lykill og geta þeir komið á hvaða tíma sem er. Engin fancy afgreiðsla og engir augnskannar, bara þung lóð og ein sturta sem Magnús segir reyndar lítið notaða. Samhliða því að reka Jakaból ferðast Magnús talsvert um heiminn sem dómari og mótshaldari. Hann er komin á stall í kraftakeppnisheiminum sem hálfgert goðsögn enda einn af aðeins 22 sem hampað hafa titlinum sterkasti maður heims og einn af tveim sem hafa unnið hann þrisvar í röð.

- Auglýsing -
Magnús Ver Magnússon
Ljósmynd: Tuffwraps.com

Magnúsi finnst hann vera komin á stað í lífinu þar sem meiri ró hafi færst yfir hann. Í því samhengi spurði Gunnar hann út í ýmsar sögusagnir sem lýsa vafasömum lífstíl hans, lögregluhleranir og samneyti við Geira Goldfinger heitinn en Magnús starfaði fyrir hann í nokkurt skeið sem rekstrarstjóri og einskonar höfuðdyravörður á strípistað Geira.

Magnús vildi nú ekki meina að hann hafi að baki fortíð glæpa og dólgsháttar en sagði nú samt að á þessum árum hafi hann séð ýmislegt, hitt og kynnst ýmsu vafasömu fólki ásamt því að starfi sínu samkvæmt þurft hann stundum að taka all hressilega á fólki sem kannski lét illa af stjórn sökum drykkju og þess háttar.

„Auðvitað þurfti maður stundum að snúa upp á einhvern og það er aldrei gaman og það er oft erfitt að meiða ekki, ef þú ert að eiga við einhvern sem er kolvitlaust þá þarft þú að taka fastar á honum,“ sagði Magnús í lýsingum sínum á dyravörslunni.

En hann ítrekaði að þessir tímar væru að baki og í dag sé hann afar þakklátur fyrir að geta starfað þrátt fyrir aldur í sportinu sem hann elskar og hann sé með nóg járn í eldinum og mikil uppbygging vera í vændum.

Gunnar bar fram spurningu úr sal. Spurningin kom frá diggum hlustanda honum Ívari á gröfunni og var svo hljóðandi;

„Átt þú þér einhvern keppinaut sem sportinu þar sem samkeppnin varð persónuleg og kannski aðeins of persónuleg, svokallað „badblood“ eins og sjá má á milli Hafþóri Júlíusson og Eddy Hall?“

Magnús svaraði því að afar stirt hafi verið á milli hans og Hjalta Úrsus. Hann vill meina að Hjalti hafi bara oft hagað sér eins og bjáni og gekk meira að segja svo langt að kalla hann  „wannabe.“ Hann hafi alltaf langað að vinna titlana sem Magnús og Jón Páll unnu.
„Það var nú reyndar Jamie Reeves sem sagði við mig að þú þarft enga óvini ef þú átt vin eins og Hjalta,“ bætti Magnús svo við.Magnús sagði þó að þeir myndu nú alveg heilsast ef þeir myndum hittast á förnum vegi en meira væri það ekki. „Þú getur alltaf sýnt kurteisi en þarft ekki að sýna virðingu,“ sagði Magnús og hló.Hér fyrir neðan má sjá þetta mjög svo áhugaverða viðtal:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -