Samkvæmt RÚV verður nú þegar ráðist í óháða rannsókn utanaðkomandi aðila á viðbrögðum Sinfóníuhljómsveitar Íslands við ásökunum tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Bjarna Frímanns Bjarnasonar, um meint kynferðisbrot Árna Heimis Ingólfssonar, sem Bjarni Frímann greindi frá í færslu á Facebook-síðu sinni.

Ákváðu stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar þetta í dag, en mikill þrýstingur hefur verið vegna málsins vegna viðbragða stjórnar Sinfóníunnar, sem þóttu ekki vera að öllu leyti til fyrirmyndar.
Eins og fram kom í frétt Mannlífs þá greindi Bjarni Frímann frá því á fimmtudag að Árni Heimir, fyrrverandi listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar, hefði brotið kynferðislega gegn; og að stjórnendur Sinfóníunnar hefðu hylmt yfir brotið í mörg ár.
Meint brot Árna Heimis var framið þegar Bjarni Frímann var einungis 17 ára gamall, en þá var Árni Heimir 35 ára gamall, og var Bjarni Frímann nemandi hans við Listaháskóla Íslands.
Viðbrögð yfirmanna hjá Sinfóníunni hafa sætt mikilli gagnrýni, en hvorki framkvæmdastjóri né stjórnarmenn sveitarinnar hafa gefið færi á viðtölum vegna málsins.

Í skriflegu svari til fréttastofu RÚV sagði Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, á fimmtudag, að brugðist væri við málum í samræmi við óskir þolanda eftir fremsta megni.
„Vilji hann ekki að farið sé lengra með málið takmarki það möguleika stjórnenda,“ svaraði Lára Sóley.
Svo virtist sem stjórn Sinfóníunnar ætlaði að bíða með að ræða málið fram á miðvikudag, en þá er stjórnarfundur, en fráþví var fallið í dag, og ákveðið að málið þyldi alls enga bið.
Í skriflega svarinu segir Lára Sóley að ákveðið hafi verið að fela óháðum fagaðila til að skoða málið í kjölinn; fer sú vinna nú þegar af stað.
Langt er síðan Mannlíf fjallaði um hegðun og meint kynferðisafbrot Árna Heimis, fyrst fjölmiðla.
Mannlíf birti fyrst fjölmiðla grein þar sem sagt er frá skilaboðum Árna Heimis, sem þá var fertugur, til 16 ára pilts.
Mannlíf mun áfram halda áfram að fjalla um málið.