Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Mál Farvel til lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferðamálastofa hefur ákveðið að vísa máli Farvel til lögreglu. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Eiríks Jónssonar, sem er einn þeirra sem tapaði peningum þegar ferðaskrifstofan hætti starfsemi í desember sl.

Í svarinu segir að málinu verði vísað til lögreglu „til frekari rannsóknar.“

Leiða má líkur að því að þetta sé í fyrsta sinn sem Ferðamálastofa grípur til þess að vísa máli til yfirvalda en í fyrra svari stofnunarinnar til Eiríks sagði m.a.: „[…] raunin er sú að ekki hefur reynt áður á niðurfellingu með þessum hætti. Ferðamálastofa hefur haft fjölda niðurfellingarmála til meðferðar en í öllum tilfellum hafa aðilar að endingu bætt úr annmörkum.“

Farvel var svipt starfsleyfi 18. desember sl., eftir að hafa ítrekað fengið frest hjá Ferðamálastofu til að skila hækkaðri tryggingu. Um 14 mánuðir liðu frá því að fyrirtækið átti að skila hækkaðri tryggingu og þar til það var svipt leyfinu.

Í desember var þó nokkur fjöldi erlendis á vegum ferðaskrifstofunnar í ferðum sem höfðu ekki verið greiddar að fullu af Farvel og þá voru fleiri sem höfðu greitt fyrirtækinu fyrirfram vegna ferða sem voru á dagskrá í janúar.

Rannsókn lögreglu mun væntanlega m.a. snúa að því að svo virðist sem forsvarsmenn Farvel hafi í desember rukkað fyrir þjónustu sem þeir vissu að þeir myndu ekki veita vegna þess hvernig leyfismálin voru stödd.

- Auglýsing -

Þar sem Farvel hafði ekki skilað hækkaðri tryggingu varð strax ljóst í desember að viðskiptavinir myndu ekki endurheimta nema hluta af útlögðum kostnaði. Í hóp á Facebook ræða nú 30 til 40 manns að sækja mál gegn Ferðamálastofu, á þeim grundvelli að hún hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu og ítrekað sett hagsmuni fyrirtækisins framar hagsmunum þeirra sem voru að greiða fyrir ferðir fram á síðasta dag, alls óvitandi um stöðuna.

Lestu meira: Ferðamálastofa gaf Farvel frest í 14 mánuði – viðskiptavinir íhuga að gera kröfu á stofnunina

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -