Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, landsliðsmanns og leikmanns Everton, er ennþá til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester, og ekki hefur verið gefin út kæra á hendur Gylfa, að sögn lögreglunnar í borginni.
Þrjár vikur eru síðan Gylfi var handtekinn vegna gruns um brot gegn stúlku undir lögaldri
Mikil þögn hefur ríkt um mál Gylfa í Bretlandi og hér á landi og hefur ekkert verið gefið út um það hvort Gylfi þurfi að mæta fyrir dómara á næstunni.
Slúður þess efnis hefur gengið um á samfélagsmiðlum að Gylfi ætti að mæta fyrir dómara ytra á morgun, en það hefur ekki fengist staðfest.
Samkvæmt frétt mbl.is hefur fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar í Manchester sagt að ekkert hafi verið ákveðið um mál Gylfa.
Samkvæmt fjölmiðlafulltrúanum er rannsókn málsins enn í gangi, en fjölmiðlafulltrúinn segir að málið sé aðeins á því stigi; en um leið og staðfest verður af eða á hvort Gylfi verði kærður mun verða send út opinber tilkynning um málið.
Gylfi er enn skráður sem leikmaður Everton, en fulltrúi félagsins harðneitaði að tjá sig um mál hans í afar stuttu samtali við blaðamann Mannlífs. „No comment.“