Sunnudagur 27. október, 2024
-1.8 C
Reykjavik

Málaði myndina eftir nokkrum ljósmyndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var listmálarinn Pétur Guðmundsson sem málaði myndina af Jóni Baldvin Hannibalssyni og Bryndísi Schram sem hékk lengi í matsal í Menntaskólanum á Ísafirði. Myndina málaði hann eftir nokkrum ljósmyndum, sumar komu frá Jóni og Bryndísi.

Málverk af Jóni Baldvin Hannibalssyni og Bryndísi Schram sem hékk áratugum saman á vegg í Menntaskólanum á Ísafirði var tekið niður í vikunni eftir að nemandi skólans óskaði eftir að málverkið yrði fjarlægt.

Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ, staðfesti þetta í samtali við RÚV.

Jón var skólameistari MÍ á árunum 1970-1979 og Bryndís gegndi einnig stöðu skólameistara á tímabili og var kennari við skólann. Málverkið umrædda af þeim hjónum fékk skólinn að gjöf í maí árið 1984. Verkið var gjöf frá fyrsta útskriftarárgangi skólans.

Það er listmálarinn Pétur Guðmundsson sem málaði verkið á sínum tíma eftir að nokkrir útskrifaðir nemendur skólans óskuðu eftir að hann tæki verkefnið að sér.

„Málun þessarar myndar var eiginlega farin í þoku minninganna. Tíu ára útskriftarnemendur báðu mig um þetta  á sínum tíma,“ segir Pétur í samtali við Mannlíf þegar hann er beðinn um að rifja upp hvernig það kom til að hann málaði myndina.

„Þau hjón voru þá farin héðan og málaði ég því myndina eftir nokkrum ljósmyndum sem ég fékk, sumar frá þeim Bryndísi og Jóni sjálfum,“ útskýrir Pétur sem býr og starfar á Ísafirði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -