Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Málefni hælisleitenda „tragískur spegill á stefnu stjórnvalda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er endalaust verið að moka fólki til Grikklands án þess að við þurfum þess,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Þorsteins Víglundssonar  félags- og jafnréttismálaráðherra, í Silfrinu á RÚV í morgun. Hún starfar nú hjá Ríkissaksóknara. „Mér finnst þetta tragískur spegill á stefnu stjórnvalda.“

Ummælin lét Þorbjörg falla er rætt var um aukna einangrunarhyggju í stjórnmálum hér heima og erlendis. Þorbjörg sagði dæmi um hvernig sú þróun sést hér á landi meðal annars vera umræðan um þriðja orkupakkann sem og afstöða Íslands til flóttafólks.  „Við Sjáum þetta í afstöðu okkar, og að einhverju leiti stjórnvalda líka, til þess hvernig Ísland ætla að taka þátt í því að taka á móti flóttamönnum og axla sína ábyrgð þar. Mér finnst það algjörlega skýr spegill á þetta sama trend.“

Sjá einnig: „Hér er friður eins og ég hef aldrei upplifað áður“

Hún nefnd mál Zainab Safari 14 ára nemanda við Hagaskóla sem fyrirhugað er að vísa úr landi. Um 600 nemendur skólans hvöttu stjórnvöld til að tryggja henni og fjölskyldunni öruggt heimili á Íslandi. Kærunefnd útlendingamála hafnaði um miðjan apríl kröfu fjölskyldu Zainab um að fá að vera hér á landi. Að óbreyttu verður fjölskyldunni því vísað úr landi. Þá var mál sýrlenskrar flóttakonu sem starfaði á leikskólanum Vinagarði nefnd sem annað dæmi. Konan kallar sig Sophiu þar sem hún telur ekki óhætt að koma fram undir nafni. Umsókn hennar var ekki tekin til efnismeðferðar. Í niðurstöðu íslenskra yfirvalda segir að hún hafi þegar hlotið vernd í Grikklandi.

Þorbjörg sagði þessi mál dæmi um fólk sem augljóslega væri að koma úr erfiðum aðstæðum. „Við höfum alla getu, alla burði og allar heimildir til að taka á móti þessu fólk. Það er pólitísk afstaða að gera það ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -