Landsréttur hefur fellt úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Það þýðir að Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins til efnismeðferðar. Málflutningi Jóns Baldvins um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögur er því hafnað samkvæmt heimildum Stundarinnar.
Forsaga málsins er sú að Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa laugardaginn 16. júní 2018 strokið utanklæða rass Carmenar Jóhannsdóttur, sem var gestur á heimili hans á heimili hans í Salobreña á Spáni.
Í upphafi árs 2019 greindid Stundin frá framburði hennar og fleiri kvenna um kynferðislega áreitni. Carmen krefur Jón Baldvin um eina milljón í miskabætur, en á móti krafðist hann frávísunar auk og málsvarnalauna úr ríkissjóði.
Í byrjun árs vísaði Hérðadómur málinu frá en í Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Jóns Baldvins, hélt því fram í munnlegum málflutningi, að þýðing á spænskri lagagrein gæfi það í skyn að ákvæðið ætti ekki við um þann verknað sem Jón Baldvin er sakaður um.
Vilhjálmur hélt því einnig fram að ekki ekki lægi fyrir gild yfirlýsing frá þar til bærum spænskum yfirvöldum um refsiverða háttsemi samkvæmt spænskum lögum, en refsa skal íslenskum ríkisborgara eftir íslenskum hegningarlögum fyrir verknað framinn erlendis.
Héraðssaksóknari kærði frávísunarúrskurðinn til Landsréttar.
Þrír dómarar Landsréttar úrskurðuðu í málinu síðastliðin föstudag og felldu frávísun héraðsdóms úr gildi.
Málið fer því aftur til héraðsdóms, sem tekur málið til efnismeðferðar.