Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Málið leyst á mettíma – Baldur siglir í sumar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er alveg magnað. Ég var sjálfur að lesa fréttina þegar Vegagerðin hringir í mig með þessi gleðitíðindi. Við erum alveg himinlifandi með þessa niðurstöðu,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur, um símtal sem honum var að berast rétt í þessu þar sem fyrirtækinu var tilkynnt um sérstakan sumarstyrk frá Vegagerðinni. Styrkurinn gerir það að verkum að Baldur mun sigla daglega í allt sumar en án styrksins var útlit fyrir að ekki yrði siglt.

Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða

Líkt og Mannlíf greindi frá fyrr í dag eru Sæferðir með samning við Vegagerðina um siglingar að vetrarlagi. Sá samningur rennur út á mánudaginn og til greina kom að senda skipið í slipp í sumar fengist ekki sumarstyrkur frá stofnuninni. Nú þegar styrkurinn er í höfn segir Gunnlaugur að boðið verði uppá daglegar siglingar Baldurs í sumar og 15 aukaferðum bætt við á þá daga þegar þurfa þykir.

Sjá nánar hér: Óvíst hvort Baldur siglir í sumar

Gunnlaugur er virkilega ánægður með þá niðurstöðu að sumarstyrkur Vegagerðarinnar tryggi siglingar í sumar. Hann er sannfærður um að fréttaflutningur Mannlífs hafi tryggt niðurstöðuna. „Innan við klukkutíma eftir að þið birtið fréttina er málið leyst með farsællum hætti. Þetta er mjög ánægjulegt og erum við gríðarlega ánægð með viðbrögð ríkisins í þessu,“ segir Gunnlaugur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -