Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

„Mamma, afmælisdagurinn þinn hefði verið snilld hjá okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir knattspyrnumannsins Arnars Sveins Geirssonar, Guðrún Arnarsdóttir, hefði orðið 55 ára í dag hefði hún lifað. Arnar skrifar hjartnæman pistil til móður sinnar í tilefni dagsins.

 

Arnar Sveinn Geirsson var aðeins 11 ára þegar hann missti móður sína. Á síðustu misserum hefur hann vakið athygli fyrir skrif um foreldramissi. Hann talaði til að mynda opinskátt um missinn í viðtali við Mannlíf í mars.

„Mamma dó í maí árið 2003 eftir í senn langa en snarpa baráttu við krabbamein ef svo má segja. Hún var aldrei lengi á spítala eða mikið sjáanlega veik þannig að ég man ekki mikið eftir henni mjög veikri, helst svona tvær síðustu vikurnar áður en hún dó. Hún greindist fyrst 1993, þegar ég var tveggja ára, af brjóstakrabba og læknaðist af honum en veiktist svo aftur 1998 og glímdi við það mein þar til hún féll frá,“ sagði Arnar meðal annars í viðtalinu

Í dag birti hann hjartnæman pistil á Vísi fyrir móður sína sem hefði orðið 55 ára í dag hefði hún lifað.

„Áður en við myndum vita af væri dagurinn liðinn. Það væri komið að því að þú þyrftir að kveðja í síðasta, síðasta skipti“.

„Mamma, afmælisdagurinn þinn hefði verið snilld hjá okkur. Ég hefði vaknað snemma, farið í bakarí og keypt gott brauð og auðvitað afmælisköku. Ég hefði reyndar ekki komist upp með að kaupa ekki kókópöffs, þannig ég hefði keypt það líka. Þegar þú hefðir komið hefði ég knúsað þig fast og lengi, þar til þú myndir grínast með það að þessi eini auka afmælisdagur hafi kannski ekki verið góð hugmynd eftir allt saman. Ég myndi tala við þig um lífið og tilveruna, hvað ég hef gert og hvað mig langar að gera. Reyna að nýta hverja einustu sekúndu til þess að kynnast þér sem fullorðinn maður og leyfa þér að kynnast mér sem fullorðnum manni. Leyfa engu að trufla mig eða okkur. Áður en við myndum vita af væri dagurinn liðinn. Það væri komið að því að þú þyrftir að kveðja í síðasta, síðasta skipti. Og við náðum ekki einu sinni að skála,“ skrifar hann meðal annar.

Pistilinn má lesa í heild sinni hérna.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Eina spurningin sem ég fékk ekki svar við var: „Hvar er mamma núna?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -