Tímaritið MAN hefur hætt útgáfu. Þessu var greint frá á Facebook-síðu tímaritsins í dag.
„Við þökkum hjartanlega lesturinn, áhugann, áskriftirnar og stuðninginn undanfarin fimm ár. Án þessa og þess frábæra fólks sem hefur unnið með okkur hefðu ekki komið út 64 glæsileg tölublöð,“ segir á Facebook-síðu MAN magasín í dag.
Fyrsta tölublað MAN kom út í september árið 2013 og Björk Eiðsdóttir hefur ritstýrt blaðinu síðan þá. Auður Húnfjörð var framkvæmdastjóri.
Það var Hafdís Jónsdóttir sem prýddi fyrstu forsíðu MAN. Eliza Reid prýddi þá forsíðu síðasta tölublaðsins sem kom út í desember 2018. Í millitíðinni hefur fólk á borð við Vigdísi Finnbogadóttur, Lindu Pétursdóttir, Dorrit Moussaieff, Pál Magnússon og Helgu Braga Jónsdóttur prýtt forsíður MAN.