Mánudagur 20. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Máni ver keppanda FÁ: „Kemur fyrir okkur öll að missa okkur aðeins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppnám varð í sjónvarpssal í kvöld þegar Gettu betur var í beinni útsendingu. Fjölbrautarskólinn í Ármúla og Tækniskólinn voru að keppa í átta liða úrslitum. Þegar fyrir lá að Tækniskólinn hefði unnið missti keppandi FÁ stjórn á sér og velti um borði sínu. Var útsending stöðvuð í kjölfarið. Hið fallega er að á samfélagsmiðlum, hafa fjölmargir gripið til varna fyrir hinn unga keppanda.

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir: „Vantar fleira ungt fólk með svona ástríðu og keppnisskap.“

Þá segir, Máni Pétursson, annar stjórnandi Harmageddon, segir:

„Ég held með þessum Jóni. Þetta kemur fyrir okkur öll að missa okkur aðeins. Manni líður alltaf djöfullega á eftir. Vona að einhvern knúsi hann þrátt fyrir Covid.“

Þá er fólk beðið um að sýna skilning, stappa stálinu í drenginn, enda kannast langflestir við að hafa misst á einhverjum tímapunkti stjórn á skapi sínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -