Íslenska ríkið braut gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, með því að refsa Bjarna í tvígang fyrir sama brot. Í dómnum kemur fram að brotið hafi verið gegn fjórðu grein mannréttindasáttmálans sem leggur bann við refsingu í tvígang fyrir sama brot.
Bjarna eru dæmdar fimm þúsund evrur í miskabætur og 29.800 evrur í málskostnað. Þá skal ríkið greiða vaxtakostnað og skatta vegna greiðslnanna.
Árið 2013 var Bjarni dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot. Bjarni viðurkenndi fyrir dóm að hafa vantalið tekjur sínar en sagði það hafa verið mistök. Hæstiréttur þyngdi síðar dóminn í átta mánuði. Bjarni taldi að málinu hefði átt að ljúka með úrskurð ríkisskattstjóra enda hefði hann greitt að fullu opinber gjöld í samræmi við úrskurð ríkisskattstjóra auk álagsgreiðsla.
Það er á þessum forsendum sem málinu var vísað til Mannéttindadómstól Evrópu og dómur féll.
Mynd / Sigurjón Ragnar