Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Mannlaus bifreið á ferð í Mosfellsbæ – Ofbeldismenn handteknir í Breiðholti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Hæst bar lögbrot í umferðinni og utangátta fólk í annarlegu ástandi sem þurfti aðstoð við að ná áttum. Hættuiástand myndaðist í Mosfellsbæ þegar mannlaus bifreið tók á rás og endaði inni í húsagarði. Blessunarlega urðu ekki slys á fólki og eignatjón er óverulegt.

Í Mosfellsbæ varð  vinnuslys þegar maður fékk gat á höfuðið. Hann var við störf í vaskaskáp að gera við nema. Málið var tilkynnt um Neyðarlínu en maðurinn kom sér sjálfur á bráðamóttöku.

Nokkuð var um ótýriláta ökumenn í Mosfellsbæ.Einn slíkur var gripinn réttindalaus og umsvifalaust sektaður. Annar var drukkinn, að talið var. Hann var fluttur á lögreglustöð og dregið úr honum blóð. Sá þriðji var staðinn að of hröðum akstri og sektaður.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í austurborginni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Drukkinn maður á rafhlaupahjóli missti stjórn á farartæki sínu í miðborginni og féll við. Hann var svo heppinn að hljóta aðeins minniháttar meiðsl. Innbrotsþjófur var við iðju sína í verslun í austurborginni. Hann hvarf sporlaust.

Í Breiðholti voru tvær líkamsárásir framdar í aðskildum málum. Tveir menn voru handteknir og þeir læstir inni í fangageymslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -