Blaðamaður Mannlífs er í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá meintum gosstað á Reykjanesinu, við Litla Hrút suður af Keili. Í augnablikinu er lítið að sjá en jafnt og þétt rofar til að svæðinu.
Jarðfræðingur á staðnum segir að í byrjun goss megi búast við dálitlum hvelli og krafti. Í kjölfarið er búist við þægilegu „túristagosi“, eins og fagmennirnir á svæðinu orða það, en meint gossprungan er eitthvað um fjögurra kílómetra löng.
Blaðamaður náðu meðfylgjandi myndum og mun Mannlíf greina frá um leið og nýjar fréttir berast. Hér fyrir neðan má einnig finna myndband af staðnum sem tekið var rétt í þessu.
„Hér er ekki að sjá neinn óróleika, hvað sem svo verður. Það er fámennt á svæðinu en hér er verið að spá gosi og nú bíðum við spennt. Eins og staðan er í augnablikinu er nákvæmlega ekkert um að vera,“ má finna í lýsingu blaðamanns á staðnum.