Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Mánuðurinn byrjar með nötrandi næturskjálftum – Vænta má goss á víðfeðmu svæði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snarpur jarðskjálfti varð uppúr miðnætti og annar um klukkan hálftvö í nótt. Sá síðari mældist 4.9 að stærð og er sá stærsti frá hinum stóra á laugardagsmorgun. Tpllega fimmtíu skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu undanfarinn sólarhring.

Ljóst er að hrinan heldur áfram í nýjum mánuði sem rann í garð í nótt. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundu vel fyrir skjálftanum í nótt en upptök hans voru 2,5 km vestsuðvestur af Keili og á 3,4 km dýpi. Þá er greinilegt að íbúar á Akranesi og á Reykjanesinu fundu einnig vel fyrir skjálftanum en í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að hann hafi fundið austur í Landeyjar og upp í Borgarfjörð.

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er farin að þéttast um Trölladyngju- og Keilissvæðið. Þá hafa skjálftarnir einnig verið að færast í átt að Þorbirni við Grindavík. Samkvæmt eldsuppkomumati Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands er gert ráð fyrir að vænta megi eldgoss á víðfeðmu svæði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -