Snarpur jarðskjálfti varð uppúr miðnætti og annar um klukkan hálftvö í nótt. Sá síðari mældist 4.9 að stærð og er sá stærsti frá hinum stóra á laugardagsmorgun. Tpllega fimmtíu skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu undanfarinn sólarhring.
Ljóst er að hrinan heldur áfram í nýjum mánuði sem rann í garð í nótt. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundu vel fyrir skjálftanum í nótt en upptök hans voru 2,5 km vestsuðvestur af Keili og á 3,4 km dýpi. Þá er greinilegt að íbúar á Akranesi og á Reykjanesinu fundu einnig vel fyrir skjálftanum en í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að hann hafi fundið austur í Landeyjar og upp í Borgarfjörð.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er farin að þéttast um Trölladyngju- og Keilissvæðið. Þá hafa skjálftarnir einnig verið að færast í átt að Þorbirni við Grindavík. Samkvæmt eldsuppkomumati Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands er gert ráð fyrir að vænta megi eldgoss á víðfeðmu svæði.