Sunnudagur 15. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Margfaldur meistari Þórir Hergeirsson kveður norska handboltalandsliðið með stæl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Danmörk og Noregur mættust í hreinum úrslitaleik EM kvenna í handbolta í Austurríki (Vínarborg) í kvöld.

Var þetta lokaleikur Þóris Hergeirssonar sem þjálfara norska liðsins er hann hefur þjálfað síðan árið 2001; fyrst aðstoðarþjálfari og síðan aðalþjálfari frá árinu 2009.

Þær norsku áttu vægast sagt erfiða byrjun á úrslitaleiknum í dag og Danir höfðu frumkvæðið framan af; leiddu leikinn með einu til tveimur mörkum allt þangað þangað til Norðmenn jöfnuðu í 5-5.

Eftir þetta var allt í járnum bókstaflega – en þær norsku komust yfir í fyrsta sinn í í stöðunni 9-8 er 22 mínútur voru liðnar.

Eftir jafnan fyrri hálfleik var það Noregur er leiddi í hálfleik með einu marki, 13-12.

Síðari hálfleikur þróaðist allt öðruvísi; norska liðið byrjaði með miklum látum; Noregur skoraði fyrstu þrjú mörkin; komst í 16-12 – áður en þær dönsku náðu að svara fyrir sig.

- Auglýsing -

Noregur jók forskotið hratt og fljótlega var munurinn kominn í sjö mörk, 21-14 og norsku stúlkurnar náði mest níu marka forystu og unnu að lokum glæsilegan átta marka sigur, 31-23.

Þórir kveður því Noreg með enn einum titlinum; árangur hans er einn sá allra glæsilegasti í gjörvallri handboltasögunnu; sem aðalþjálfari varð Þórir Evrópumeistari sex sinnum, heimsmeistari þrisvar og Ólympíumeistari tvisvar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -