Líklegast er að íslenskir bílakaupendur fái sér tengitvinnbíl eða hreinan rafbíl næst þegar þeir kaupa sér bíl. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í norrænni könnun um áform fólks í bílakaupum og Orka náttúrunnar (ON) hefur tekið saman um stöðu rafbílamála á Íslandi.
Í könnuninni kemur fram að rétt rúmlega 20% kaupenda er í þessum hugleiðingum. Fleiri eða tæp 25% þátttakenda í könnuninni voru í þessum hugleiðingum í Noregi. Talsvert færri eru að velta því fyrir sér annars staðar á Norðurlöndunum.
Þegar þátttakendur voru spurðir að því af hverju þeir ætli ekki að kaupa rafbíl svöruðu 43% á Íslandi að þá skorti drægni. Flestir sögðu líka það sama í Noregi. Á hinum Norðurlöndunum var helsta skýringin sú að þeir þykja of dýrir.