Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Margir minnast goðsagnarinnar Ólafs Laufdal: „Afi að mála himininn bleikan fyrir okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Óli var og verður goðsögn,“ skrifar Sigmundur Ernir Rúnarsson, um veitingamanninn Ólaf Laufdal sem verður til grafar borinn í dag. Ólafur fæddist í Vestmannaeyjum 10. ágúst 1944. Hann lést þann 24. júní 78 ára að aldri.

Eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Ketilsdóttir.

Árið 1978 stofnaði Ólafur veitingastaðinn Hollywood. Í framhaldinu stofnaði hann Broadway í Mjódd og byggði seinna Hótel Ísland í Ármúla 9. Um aldamótin fluttu Ólafur
og Kristín eiginkona hans í Grímsnes og byggðu Hótel Grímsborgir sem er með
gistingu fyrir 240 manns.

Jakob Hörður Magnússon veitingamaður minnist kollega síns.

„Ólafur Laufdal var og verður alltaf mín helsta fyrirmynd í veitingabransanum. Þvílíkur gestgjafi sem hann var, og þvílíkur dugnaður. Einstakur maður. Unnum saman hér áður fyrr. Vinir síðan þá,“ segir hann á Facebook.

Fjölmiðlamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson kveður Ólaf.

- Auglýsing -

„Sorglegt að heyra að Ólafur Laufdal í Grímsborgum sé látinn. Hann sem var alltaf svo reffilegur og til í að spjalla og segja sögur. Ég tók nokkur viðtöl við hann og það var alltaf jafn skemmtilegt. Blessuð sé minning Ólafs,“ skrifar hann á Facebook.

Nanna Ósk Jónsdóttir kvaddi tengdagföður sinn með mikilli hlýju.

„Hann var friðsæll himininn þegar Ólafur Laufdal tengdapabbi kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldunnar í gær og við náðum að vera hjá honum. Dóttirin hafði á orði þar sem við horfðum til himins, að þarna væri afi að mála himininn bleikan fyrir okkur,“ skrifaði hún.

- Auglýsing -

Útför Ólafs fer fram klukkan 15 í dag frá Hallgrímskirkju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -