Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
3.3 C
Reykjavik

Margrét Erla sýnir hvernig hún faldi meðgönguna:„Nú erum við að fara að sýna þannig að ég þarf að fela þig í klukkutíma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Erla Maack, dansdrottning, skemmtikraftur og gleðigjafi, á von á sinu fyrsta barni ásamt kærasta sínum Tómasi Steindórssyni.

Von er á dóttur eftir þrjár vikur og hefur Margrét Erla unnið alla meðgönguna og segist vera búin að eiga geggjaða meðgöngu.

„Það spilar auðvitað ótrúlega margt inn í, en mig langar sérstaklega að benda á hvað magadansþjálfunin hefur haft mikið að segja. Bæði er ég sterk í grindinni en líka hef lært að hlusta á mjóbakið, veit hvað ég þarf að gera meira af og minna af til að láta mér líða vel. Ég gat snemma dreift álaginu um miðjusvæðið og grindarbotninn hefur verið sem stál,“ skrifar Margrét Erla á Facebook-síðu sinni og deilir myndbandi þar sem hún er komin fimm mánuði á leið.

Kallar hún dótturina gælunafninu Tómasínu og segist í upphafi hafa getað falið hana þegar hún þurfti að vinna „og var kannski ekki alveg tilbúin að ræða meðgöngu við ókunnugt fólk. Í þessu myndbandi var ég komin 5 mánuði á leið og alveg orðin ágætlega ólétt.“

Margrét Erla kenndi dans í Kramhúsinu út 35 viku meðgöngunnar. „Það var mjög gott að geta hent í „SKO ÉG ER KOMIN NÆSTUM ÁTTA MÁNUÐI Á LEIÐ HVER ER YKKAR AFSÖKUN?“ þegar fólk átti erfitt með að twerka í Beyoncé-gæsapartýunum. Ég kemst enn í splitt og afturábakkollhnís og á von á minni konu eftir 3 vikur,“ segir Margrét Erla og segist ekki geta mælt nægjanlega með Magadans á meðgöngu og fyrir mömmur sem kennt er í Kramhúsinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -