Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Margrét fékk loksins afsökunarbeiðni frá Icelandair

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarið hafa fjölmargar konur tjáð sig undir myllumerkinu #vinnufriður eftir að félagið Ungar athafnakonur hélt fund í síðustu viku um kynferðislega áreitni á vinnustað. „Ungar athafnakonur blása til samstöðufundar um rétt fólks til að sinna starfi sínu í friði,“ segir á Facebook um fundinn.

Margrét Erla Maack, skemmtikraftur, er ein þeirra sem deilt hefur reynslusögum með myllumerkinu #vinnufriður.

„Í helming skipta sem ég DJa er ég áreitt kynferðislega. Þetta er verst í vinnustaðapartýum. Á tímabili setti ég upp verð og sagði „svo er 90.000 króna áreitnigjald.“ Þá allavega var fólk til í að passa upp á mig,“ segir Margrét í einni færslu á Twitter.

Þá segir hún frá áreitni sem hún varð fyrir þegar hún ráðin sem plötusnúður í veislu á vegum Icelandair en það mál var þaggað niður á sínum tíma líkt og hún sagði frá í viðtali við Mannlíf í september.

En nýverið fékk Margrét símtal frá núverandi mannauðsstjóra Icelandair og fékk afökunarbeiðni, um 12 árum síðar, eins og fram kemur á Twitter-síðu Margrétar.

- Auglýsing -

Undanfarin ár hefur Margrét Erla talað opinskátt um þá kynferðislegu áreitni sem viðgengst í skemmtanabransanum, meðal annars í ítarlega viðtali við Mannlíf.

„Það sem ég hef upplifað í mínu starfi sem skemmtikraftur og plötusnúður hefur kennt mér að vera næm fyrir því á hvaða vinnustöðum kúltúrinn er eitraður. Fyrir sirka tólf árum síðan, í einu af mínum fyrstu giggum sem var á árshátíð hjá Icelandair, skrifaði ég um upplifun mína á bloggið mitt og benti á að þótt það hefði verið gaman væri samt leiðinlegt að það skuli alltaf vera einn dónakall sem skemmir fyrir öllum hinum. Ég fékk strax viðbrögð frá fyrirtækinu sem fór fram á að ég tæki bloggfærsluna út og hótaði að borga mér ekki fyrir giggið. Engin afsökunarbeiðni eða neitt.“

- Auglýsing -

Á þessum tíma var Margrét Erla ný í bransanum, 22ja ára gömul, og segist auðvitað hafa orðið við þessum tilmælum og tekið bloggfærsluna út.

„Mig vantaði þennan pening svo ég bakkaði, baðst afsökunar og eyddi færslunni. Þá var maður svo blautur á bak við eyrun að maður trúði því að maður væri eina týpan sem lenti í svona. Löngu seinna frétti ég svo að þessi maður væri alræmdur og hefði skemmt partí hjá fyrirtækinu í mörg ár og fólk hefði meira að segja hætt hjá fyrirtækinu út af honum af því enginn hefði gert neitt með kvartanirnar. Ég kvartaði og mér var þá hótað að ég fengi aldrei aftur að vinna fyrir Icelandair og það hefur staðist,“ útskýrði hún.

Sjá einnig: Gerendur hafa tvíeflst við #metoo

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -