Margrét Friðriksdóttir, stjórnandi Stjórnmálaspjallsins á Facebook og ritstýra Fréttin.is, er ekki velkomin á tónleika Friðriks Ómars Hjörleifssonar. Ástæðan er sú að hún er óbólusett gegn Covid-19 og allir óbólusettir eru bannaðir á tónleika söngvarans.
Margrét og Friðrik rífast nú á Facebook-síðu hennar en rifrildið upphófst eftir að söngvarinn krafði hana svara í einkaskilaboðum hvort hún væri bólusett gegn kórónuveirunni. Ritstýran er veruleika ósátt með hnýsni Friðriks Ómars:
„Friðrik Ómar sendir mér einkaskilaboð og spyr hvort ég sé óbólusett. er þetta í lagi vill hann kannski líka vita í hvaða blóðflokk ég er?“
Í umræðunni skýrir Friðrik Ómar hvers vegna honum er í mun að vita hvort Margrét, og fylgjendur hennar gegn sóttvarnaraðgerðum hér á landi, sé bólusett eðr ei. Skýringin er eftirfarandi: „Ég vil ekki óbólusett fólk á mína tónleika því þeir eru í meiri hættu að verða veikir,“ segir Friðrik.
Margrét á ekki orð yfir hegðun söngvarans. „Hvað varðar þig um það hvað ég geri og vel fyrir minn líkama og heilsu? Það er allavega ljóst að ég er ekki velkomin á tónleika hjá honum hann er kannski að senda svona á fleiri til að setja á bannlistann?,“ spyr Margrét.